Færsluflokkur: Bloggar
fer fram á kosningar í Reykjavík.
Hr. Ólafur Ragnar forseti ætti að skipta ser af þessu og stoppa þessa vittleisu af
Linda Rós Jóhannsd
Dagur: Í dag ætti að kjósa í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.1.2008 | 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ég hef það bara ágætt á þessum flotta degi. það er kominn tími til að klára söguna sem ég byrjaði á her á undan. Held það bara... :o)
já ég var komin inná Vog 26. des 2001 þung skref það en samt ákveðinn lettir. Mer stóð til boða að fara í kvennameðferðina því að ég var búin að koma svo oft og nánast enginn árangur. Ég þáði það. Það er alveg ótrulegt hvernig Almættið gerir til að koma boðum til manns. Guð notar fólk til að tala og Hann gerði það svo sannarlega þarna. Ég kynntist þarna konu sem var í nákvæmlega sömu sporum og ég. var að missa allt frá ser og þar á meðal börnin. Hún sagði við mig ég verð að gera þetta ég verð bara að láta þetta ganga svona því ég get ekki borið ábyrgð á þeim svona... ef ég get ekki borið ábyrgð á mer þá get ég allsekki borið ábyrgð á börnunum mínum...splass.... þetta var eins og köld vatnsgusa í andlitið. ég starði á hana og áttaði mig á því að þetta var svoo satt. Við urðum góðar vinkonur og vorum samferða út alla meðferðina.
Og þar með sat ég með þetta í hausnum þar sem eftir var af meðferðinni. " ef ég get ekki borið ábyrgð á mer þá get ég ekki borið ábyrgð á þeim" þessi settnigs söng í hausnum á mer og hellt mer við efnið. Að verða edrú og laga til í sálartetrinu til að hafa eitthvað að gefa til barnanna minna.
svo fór ég á Vík og áfram helt vinnslan og brasið að koma mer á fætur. Ég pakkaði niður í hverri einustu viku. En pakkaði upp aftur og það hafðist ég útskrifaðist af Vík og leiðin lá á áfangaheimilið Eskihlíð. Með gott plan og nú átti að taka á því. Mer var vísað í herbergi og ég tók uppúr töskum og kom mer ágætlega fyrir. Svo þufti ég að fara í banka til að ná í pening til að borga fyrir mig og kaupa eitt og annað. ég fann hvernig spennann magnaðist innra með mer að labba þarna um Reykjavíkina allsgáð (hafði ekki gert það í laaangan tíma. Ég skilaði mer svo heim og helt áfram að gera herbergið mitt vistlegt. En það stóð ekki lengi ég var með fulla vasa af peningum fyrir leigunni + vasapening. með það fór ég út um kvöldið og ætlaði að heimsækja vinkonu mína að norðan sem bjó þarna rétt hjá. En ég labbaði mer inná næsta bar og þar með var það fokið. ég hellt áfram og endaði á Austurstæti það sem allt flaut í dópi. þar með fór bottninn endanlega. Og allt fór á fullt í neyslu. einhverntíman um nóttina hitti ég gamla felaga og ég slóst í för með þeim með fulla vasa af peningum. og það var trallað alla nóttina, svo leið á morguninn og það var haldið í ríkið og þar áttaði ég mig á því að ég hafði verið rænd. ég gat nú samt keypt mer afrettara.. en það gekk ekki lengi ég reyndi að komast aftur inná eskihlíðina en það gekk allsekki þar sem ég var undir áhrifum. Svo að ég ákvað að reyna að komast aftur vestur sem að tókst seinna um daginn, Það gekk ekki lengi svo að ég fór aftur suður með allt mitt hafurtask fekk herbergi á leigu og helt afram ruglinu en átti reyndar að fara inná Vog. en það varð aldrei neitt úr því. Bara bottnlaus neysla og rugl.
ég var inn og útúr Byrginu fram og til baka. úr og í neyslu. ég var orðin virkilega tæp á geði og var alveg að missa'ða en þessum dansi auk 17 júní 2002 ég hef verið edrú frá þeim degi. og allt hefur farið uppávið . ég óskaði eftir því að börnin mín yrðu sett í tímabundið fóstur svo ég gæti náð að koma mer uppá lappirnar. og ég ákvað að gefa mer ár þarna í Byrginu og gerði það. sleit sambandi við barnsföður minn og drengina mína í dáltin tíma.
Nú eru liðinn 5ár Í dag er ég gift og á einn lítinn dreng næstelsti drengurinn er búnn að vera hjá mer í 3 ár bráðum .. en litlu gararnir mínir þeir Petur og Björn búa á Selfossi. og hafa gert það frá því þeir voru 3 og 4 ára. það stóð til að ég tæki þá til mín líka. en ég fór svo að hugsa um hvað þeim væri fyrir bestu og hvað best væri fyrir þá að gera. Petur er ofvirkur og Björ einhverfur. hvort ég hreinlega stæði undir því að vara með þá alla þrjá Daniel er ofvirkur. allir með sitthvorar serþarfirnar. að meðtöldu talkennslu og fleira og fleira. ég tók hina erfiðistu og bestu ákvörðun að leifa þeim að vera þarna hjá þessari fjölskyldu sem tók þeim sem sínum eiginn sonum og sá hvað þeir döfnuðu og þroskuðust. líf kviknaði í augunum á þeim og þeir voru ánægðir og öruggir. ég vildi allsekki eiðileggja þessa uppbyggingu á þeim og taka þá til mín var ekki hægt að taka áhættu með. Hjónin voru tilbúin að taka þá að ser til frambúðar og ég var rosa ánægð með það enda fólk sem elskar þá og annast mjög vel samt eiga þau 3 dætur fyrir.
'I dag er ég mjög hamingjusöm ég fæ drengina stundum í heimsókn en kanski of sjáldan og það fer nú mikið eftir því hvernig á mer liggur. ég er líka hrædd við að fara of geist af stað með þá til að skemma öruglega ekki neitt fyrir þeim. Mín ósk er sú að þeir verði að góðum og ábyrgum mönnum og þeir fái það albesta sem til er sem ég gat ekki gefið þeim en fosturforeldrarnir geta það bæði ást og kærleika og allt það sem þeir þurfa. stöðuleika svo að þetta er svona og því verður ekki breitt.
og ég er ánægð og drengirnir eru ánægðir og þá er þetta eins gott og hægt er að hafa það.
hafið það gott
kveðja Linda
Bloggar | 23.1.2008 | 10:36 (breytt kl. 10:38) | Slóð | Facebook
ég hef haft það bara gott um helgina róleg og notaleg. það er mikil breyting frá því sem var hjá manni áður fyrr. En samt ekki fyrir svo löngu síðan.
Ég átti við áfengis og fíkniefnavanda að stríða frá því á unglingsárum ég helt uppá 30 ára afmælið mitt í síðustu meðferð sem ég fór í. Og hef ekki smakkað það síðan. það eru liðin 5ár. ég hugsa oft til baka (einhverskonar vinnsla í gangi)
versta tímabilið var á 'Isafirði
ég missti allt frá mer manninn, börnin, heimilið og nánast geðinu. ég missti alla löngun til að lifa og áhugan á barnauppeldi og öllu því. eina sem ég hugsaði um var að eiga dóp, vera dópuð og hafa samt allt "eðlilegt" útávið. samt varð maður að standa í fæturnar og hafa allt hreint og fínt. passa að börnin væru hrein og í hreinum fötum...að ég liti almennilega út og heimilið ef hægt væri að kalla heimili. að lokum þá gat ég ekki höndlað að vera innan um manninn og börnin mín. ég varpaði allri ábyrgð yfir á hann börnin , heimilið og bætti mer við því að ég var mest undir sæng. eða úti á bar. Hann vann á nóttunni og hugsaði um börnin eftir leikskóla og heimilið á daginn.
svo gerðist það...barnavernd kom í heimsókn og mer var stillt upp við vegg. Annað hvort færi ég í meðferð eða börnin yrðu borin út. ég kaus að fara í meðferð. það tók samt soltin tíma að komast að. það var ekki fyrr en ég var lögð inn á spítala vegna þess að ég helt engu niðri og var búin að vera á blæðingum í langann tíma. sambílismaður minn bað mig um að láta leggja mig inn því að hann gæti ekki staðið í þessu lengur að hugsa um allt einn og þar á meðal mig ofaná allt.
ég fekkst loks til þess. þar hitti ég lækni sem hafði unnið á Vogi. Hann þekkti mig frá fyrri tíð og sá strax hvað var í gangi. ég var sett á niðurtröppun og næringu í æð og allt mögulegt. og allskyns lyf til að stöðva blæðingarnar og koma melltingarkerfinu í gang.
ég var í einhverja daga á spítalanum veit samt ekki hvað marga. svo fór einhver tími í að koma mer í meðferð en það tókst að lokum. en mer var í raun sama um það. því ég hafði enga löngun til að lifa.
Meðferðarbröltið byrjaði á Hlaðgerðarkoti oktober 01 ég toldi þar í 4-6 daga og þá stakk ég af og fór í botlausa neyslu,, fór í nákvæmlega sama farið og ég var í áður en við fluttum vestur. ég var með nálina í handleggnum allann sólahringinn og drakk eins og gat í mig látið.
ég var að rugla með einhverjum manni,,, á endanum keyrði hann mig á spítalan og reyndi að leggja mig inn því ég hafði reynt að skera mig á púls. en þar var mer sagt að ég væri ekki nógu veik. svo að hann hreinlega keyrði mig í Rockwill í Byrgið. ég þekkti vel til þar. þar sem ég hafði unnið þar þegar Byrgið var í Hlíðardalsskóla. ég var þar í soltin tíma og fór þá vestur til að vera með fjölskyldunni yfir jólin. ég fekk sjokk þegar ég kom heim og sá hvað ég hafði gert og hvað ég hafði boðið börnum mínum uppá. ég lokaði mig inná baði og hágret og heti því að ég skyldi koma mer í lag. að þessari martröð okkar og barnanna væri lokið. ég náði sambandi við felagsráðgjafan og lagði öll spilin á borðið og dró ekkert undan. Hún hafði samband við Vog og sótti um pláss fyrir mig. ég mátti velja um 24 eða 26 des.01 ég valdi 26. svo ég gæti verið með þeim á aðfangadag. svo dreif ég mig í flug eldsnemma á annann í jólum og inná Vog. Úff þung skref það en samt ákveðinn lettir. en ekki endirinn á bröltinu...
jæja þetta er orðið ágætt í bili. seinni hlutinn kemur bara seinna. þetta er löng og erfið saga að segja þó svo að það se langt síðan að þetta var að þá er ennþá vont að rifja þetta upp en samt gott eftirá.
hafið það gott kveðja Linda
Bloggar | 14.1.2008 | 10:41 (breytt kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
það er ekki óhult fyrir neinn fyrir endalausu ofbeldi í miðborginni. og ég er alveg sammála að það á að taka mikið harðar á þessum ribböldum sem ráðast á fólk til þess eins að meiða og svala ofbeldishneigð sinni.
það er greinilegt að það þarf að hafa fleirri lögreglur. Og þá snýr málið að þeim sem stjórna öllu.. ráðherrunum að þeir standi sig í stikkinu og auka laun og kjör lögreglunar til að sinna starfi sínu. og að auka fjármagn almennt til löggæslu. svo sé jafnvel hægt að fjölga löggum sem sinna svona verkefnum. það þíðir greinilega alls ekki að hafa tvo og tvo saman á þessum tíma sólahrings það væri strax betra að hafa þrjá saman og enn betra að hafa fjóra saman. svo þeir geta varið sjálfa sig og aðra.
Ráðist á lögreglumenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.1.2008 | 09:03 (breytt kl. 09:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
að hún á ennþá einhverja að sem vilja hjálpa henni. það skilur náttlega enginn hvað hún er að ganga í gegnum nema að þekkja það af eigin raun. ég þekki þetta þá að vera í neyslu og missa allt frá mer. ég er nú ekki fræg eða neitt svoleiðis. en ég brendi allar brýr af baki mer og missti traust foreldra og trúverðuleika. það var ekki tekið mark á því þegar ég var að reyna að verða edrú fyrr en ég var búin að vera edrú í einhvern tíma og ná ýmsum markmiðum. Britney er mennsk eins og ég. þó hún sé fræg. það kanski gerir henni erfiðara fyrir að ná ser á strik og verða heilbryggð og traus kona, móðir og allt það. vonandi sjá þessir papparassar það að hún þurfi algjöran frið til að verða edrú. og ég vona svo sannalega að hún nái ser.
hún þirfti kansi bara að koma hingað til Íslands í meðferð því að her fær hún ábyggilega þann frið sem hún þarf.
Britney verði svipt sjálfræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.1.2008 | 16:50 (breytt kl. 16:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
það hafa allir í fjölskyldunni orðið fyrir barðinu á þessum vibba. stubburinn minn fekk sýkingu í öndunarfærin í kjölfarið. hann hóstar og hóstar alla nóttina og er búinn að fá sýklalyf og brycanil sem er gefið við astma og lungnaþembu. og er að lagast first fekk hann niðurgang og missti matarlystina varð svo frískur í 2 daga og borðaði á við fullorðna manneskju. svo fekk hann æluna og niðurgang og missti aftur matarlist hann missti auðvitað niður þingd og var orðinn frekar grár og gugginn eftir þetta. Hann fekk ógeð á mjólk og hefur ekki drukkuð hana síðan vildi bara bræd=sprite og eplavasa = eplasafa. Hann er nú allur að braggast og komast í eðlilegt horf.
Árlegir vírusar og bakteríur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.1.2008 | 08:33 (breytt kl. 08:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
já stöndum saman og hjálpum til við að gera þeim lífið bærilegt.
Söfnun fyrir drengi sem björguðust úr eldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.1.2008 | 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
helló helló.. kanski komin ´tími til að virkja þessa síðu ´ held það
ég hef það bara ágætt og er ánægð með lífið og tilveruna. allt að komast í eðlilegt horf eftir jólafrí og það allt skolinn byrjaður og þá fer að koma regla á heimiið aftur, og ég fæ smá pásu hehe eða þannig sko
ég fekk mer kettlinga og þeir ærslast og slást allann liðlangann daginn svaka stuð her. ég er að gera mitt albesta til að aga þá til. ekki uppá borð ekki klifra í jukkunni minni og ekki þetta og ekki hitt.
svo aðvita að koma ser af stað í húsverkin sem hafa beðið dáltið. ég geri sko allt hreint fyrir jól, loka þvottahúsinu á þorláksmessu og sollis. og svo er bara haft það kósý og þrifið eftir þörfum þannig samt allt í lámrki. svo eru Jolin búin og þá er að koma ser af stað og byrja á því sem hrfur safnast upp. þvo og allt það. En ég er bara ogislega löt þessa firstu daga sem ég er "ein" heima. ég nýt þess í botn að vera ein. en það þíðir ekki að drolla svona. ó nei
jæja þá er þetta komið í bili
kveðja Linda
Bloggar | 8.1.2008 | 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Foreldrarnir völdu fatlaða barnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.10.2007 | 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
til hamingju með þetta Dagur, Svandís, Björn Ingi og Margret. magnað spil. vonandi tekst ykkur að koma á rettlæti borgrana eins og þið hafið talað um.
og sjálstæðismenn þið eruð búnir að vera gamlir og útbrunnir og það orðið löngu tímabært að skipta um fólk, fólk sem er fullt af lífsorku og sem lætur ser annt um hag okkar.
ungt og mettnaðrfullt fólk sem veit hvernig hjartað slær. Fólk sem er tilbúið að berjast fyrir réttlæti barnafólks,öryrkja og aldraða. fólk sem hugsar um hag okkar en ekki hag síns sjálf.
það var jú Björn Ingi sem kom á frístundarkortinu og ekki er hann sjálfstæðismaður nei alls ekki. Dagur er læknir að mennt svo það er honum í blóð borið að hugsa um okkur sem eru öryrkjar og ellilífeyrisþegar að búa okkur betri lífskjör og allir hinir búi við mannsæmandi kjör. við góða heilsu og allt það. þá ser mar kanski bugl vaxa upp til að mæta þörfum unga fólksins. og aðrar heilbrygðisstofnanir sem þjónusta okkur eldri.
Kvennlega yfirsýn er nauðsynlegt að hafa Sem kæmi þá frá þeim stöllum Svandísi og Margreti. þá kanski batna kjör einstæðra mæðra og fátækra barnafjölskyldna. ég hef fulla trú á ykkur öllum og svo láta hendur standa fram úr ermum og láta verkin tala.
Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.10.2007 | 08:47 (breytt kl. 08:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar