good dag

ég hef haft það bara gott um helgina róleg og notaleg. það er mikil breyting frá því sem var hjá manni áður fyrr. En samt ekki fyrir svo löngu síðan.

 Ég átti við áfengis og fíkniefnavanda að stríða frá því á unglingsárum ég helt uppá 30 ára afmælið mitt í síðustu meðferð sem ég fór í. Og hef ekki smakkað það síðan. það eru liðin 5ár. ég hugsa oft til baka (einhverskonar vinnsla í gangi) Halo 

versta tímabilið var á 'Isafirði

ég missti allt frá mer manninn, börnin, heimilið og nánast geðinu. ég missti alla löngun til að lifa og áhugan á barnauppeldi og öllu því. eina sem ég hugsaði um var að eiga dóp, vera dópuð og hafa samt allt "eðlilegt" útávið. samt varð maður að standa í fæturnar og hafa allt hreint og fínt. passa að börnin væru hrein og í hreinum fötum...að ég liti almennilega út og heimilið ef hægt væri að kalla heimili. að lokum þá gat ég ekki höndlað að vera innan um manninn og börnin mín. ég varpaði allri ábyrgð yfir á hann börnin , heimilið og bætti mer við því að ég var mest undir sæng. eða úti á bar. Hann vann á nóttunni og hugsaði um börnin eftir leikskóla og heimilið á daginn.

svo gerðist það...barnavernd kom í heimsókn og mer var stillt upp við vegg. Annað hvort færi ég í meðferð eða börnin yrðu borin út. ég kaus að fara í meðferð. það tók samt soltin tíma að komast að. það var ekki fyrr en ég var lögð inn á spítala vegna þess að ég helt engu niðri og var búin að vera á blæðingum í langann tíma. sambílismaður minn bað mig um að láta leggja mig inn því að hann gæti ekki staðið í þessu lengur að hugsa um allt einn og þar á meðal mig ofaná allt.

ég fekkst loks til þess. þar hitti ég lækni sem hafði unnið á Vogi. Hann þekkti mig frá fyrri tíð og sá strax hvað var í gangi. ég var sett á niðurtröppun og næringu í æð og allt mögulegt.  og allskyns lyf til að stöðva blæðingarnar og koma melltingarkerfinu í gang.

ég var í einhverja daga á spítalanum veit samt ekki hvað marga. svo fór einhver tími í að koma mer í meðferð en það tókst að lokum. en mer var í raun sama um það. því ég hafði enga löngun til að lifa.

Meðferðarbröltið byrjaði á Hlaðgerðarkoti oktober 01 ég toldi þar í 4-6 daga og þá stakk ég af og fór í botlausa neyslu,, fór í nákvæmlega sama farið og ég var í áður en við fluttum vestur.  ég var með nálina í handleggnum allann sólahringinn og drakk eins og gat í mig látið.

ég var að rugla með einhverjum manni,,, á endanum keyrði hann mig á spítalan og reyndi að leggja mig inn því ég hafði reynt að skera mig á púls. en þar var mer sagt að ég væri ekki nógu veik.  svo að hann hreinlega keyrði mig í Rockwill í Byrgið. ég þekkti vel til þar. þar  sem ég hafði unnið þar þegar Byrgið var í Hlíðardalsskóla. ég var þar í soltin tíma og fór þá vestur til að vera með fjölskyldunni yfir jólin. ég fekk sjokk þegar ég kom heim og sá hvað ég hafði gert og hvað ég hafði boðið börnum mínum uppá. ég lokaði mig inná baði og hágret og heti því að ég skyldi koma mer í lag. að þessari martröð okkar og barnanna væri lokið. ég náði sambandi við felagsráðgjafan og lagði öll spilin á borðið og dró ekkert undan. Hún hafði samband við Vog og sótti um pláss fyrir mig. ég mátti velja um 24 eða 26 des.01 ég valdi 26. svo ég gæti verið með þeim á aðfangadag.  svo dreif ég mig í flug eldsnemma á annann í jólum og inná Vog. Úff þung skref það Crying en samt ákveðinn lettir.  en ekki endirinn á bröltinu...

jæja þetta er orðið ágætt í bili. seinni hlutinn kemur bara seinna. þetta er löng og erfið saga að segja þó svo að það se langt síðan að þetta var að þá er ennþá vont að rifja þetta upp en samt gott eftirá.

hafið það gott kveðja Linda

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ Linda mín  Þetta er núna í 3 sinn sem ég reyni að skrifa athugasemd við færsluna,netið hjá mér er eitthvað að hrekkja mig  Það rifjaðist marg upp fyrir mér við að lesa hluta af sögunni þinni,sambýlismaðurinn minn stóð í ströngu við að hugsa um mig og krakkana.Það var ekki gæfulegur 25 ára afmælisdagurinn minn en þegar að ég varð 30 ára hafði ég ekki drukkið í einhvern tíma, en var þó enn afar illa á mig komin.Hafðu það sem allra best Linda skvísa

Katrín Ósk Adamsdóttir, 16.1.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband