Mer brá nú heldur betur í brún er ég leit útum gluggann hjá mer í morgun kl.5.30 Bara allt hvítt Yngsti sonurinn vaknað sko kl 5.oo og ég gafst upp með að látann sofa lengur og við fórum framúr.
Annars hef ég það bara ágætt bara smá sibbin en ætla ekki að fara að sofa því þá sofna ég ekki fyrr en seint og síðarmeir í kvöld. mer var hugsað aðeins fram í tímann í morgun eftir að allir voru farnir í skóla og vinnu. Að það verður nú heldur betur fjör á Borginni næsta vetur þá first kom hugsunin "hvað er ég að pæla að koma með annann unga" svona einhvernveginn þyrmdi yfir mig ég kemst aldrei útúr þessum bleijuskiptum og vesni og blablabla... En sú hugsun stoppaði ekki lengi við.
ég er bara ánægð með allt þetta sem ég hef. Það er ekki svo langt síðan að ég var að berjast í barnavernd og öll því. Þetta hefði allt geta farið fjandans til ef ég hefði verið dæmd óhæf móðir þá hefði ég aldrei fengið Daniel aftur og eitthvað um ráðið með framtíð drengjanna minna. Svo þetta er nákvæmlega eins gott og hægt er. Ég mætti kanski vera duglegri við að rækta mig og heimilið sem hefur setið á hakanum í laaangaann tíma og mer líður ekkert alltof vel með það. En ég get alveg lagað þetta ef ég nenni..ég bara nenni ekki að þurka af og þrífa mer finnst það bara leiðinlegt þessa dagana og ég gerið það ekki vegna þess. Kanski breytist það fljótt. Jæja hef þetta gott í bili
Kveðja Linda
Flokkur: Bloggar | 28.4.2008 | 11:14 (breytt kl. 11:14) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ sæta mín Allt hvítt hjá ykkur,hér í höfuðborginni hefur verið frábært veður í heila 2 dag Ég eyði megninu af deginum í einhverskonar tiltekt,samt erum við bara 3 í heimili.............ég og 2 hrikaleg draslarabörn Ég verð þó að viðkenna að mér þykir ekkert voða gaman að þurrka af Ég hefði nú bara ekkert á móti því að verða svo heppin að eignast annað barn Veistu núna kynið ?
Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.4.2008 kl. 20:42
hæ hæ
nei ég veit ekki kynið það kemur bara í ljós síðar á meðgöngunni hehe. snjórinn stoppaði stutt hann var horfinn bara um kvöldið
Linda Rós Jóhannsdóttir, 29.4.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.