ég hef það bara ágætt á þessum flotta degi. það er kominn tími til að klára söguna sem ég byrjaði á her á undan. Held það bara... :o)
já ég var komin inná Vog 26. des 2001 þung skref það en samt ákveðinn lettir. Mer stóð til boða að fara í kvennameðferðina því að ég var búin að koma svo oft og nánast enginn árangur. Ég þáði það. Það er alveg ótrulegt hvernig Almættið gerir til að koma boðum til manns. Guð notar fólk til að tala og Hann gerði það svo sannarlega þarna. Ég kynntist þarna konu sem var í nákvæmlega sömu sporum og ég. var að missa allt frá ser og þar á meðal börnin. Hún sagði við mig ég verð að gera þetta ég verð bara að láta þetta ganga svona því ég get ekki borið ábyrgð á þeim svona... ef ég get ekki borið ábyrgð á mer þá get ég allsekki borið ábyrgð á börnunum mínum...splass.... þetta var eins og köld vatnsgusa í andlitið. ég starði á hana og áttaði mig á því að þetta var svoo satt. Við urðum góðar vinkonur og vorum samferða út alla meðferðina.
Og þar með sat ég með þetta í hausnum þar sem eftir var af meðferðinni. " ef ég get ekki borið ábyrgð á mer þá get ég ekki borið ábyrgð á þeim" þessi settnigs söng í hausnum á mer og hellt mer við efnið. Að verða edrú og laga til í sálartetrinu til að hafa eitthvað að gefa til barnanna minna.
svo fór ég á Vík og áfram helt vinnslan og brasið að koma mer á fætur. Ég pakkaði niður í hverri einustu viku. En pakkaði upp aftur og það hafðist ég útskrifaðist af Vík og leiðin lá á áfangaheimilið Eskihlíð. Með gott plan og nú átti að taka á því. Mer var vísað í herbergi og ég tók uppúr töskum og kom mer ágætlega fyrir. Svo þufti ég að fara í banka til að ná í pening til að borga fyrir mig og kaupa eitt og annað. ég fann hvernig spennann magnaðist innra með mer að labba þarna um Reykjavíkina allsgáð (hafði ekki gert það í laaangan tíma. Ég skilaði mer svo heim og helt áfram að gera herbergið mitt vistlegt. En það stóð ekki lengi ég var með fulla vasa af peningum fyrir leigunni + vasapening. með það fór ég út um kvöldið og ætlaði að heimsækja vinkonu mína að norðan sem bjó þarna rétt hjá. En ég labbaði mer inná næsta bar og þar með var það fokið. ég hellt áfram og endaði á Austurstæti það sem allt flaut í dópi. þar með fór bottninn endanlega. Og allt fór á fullt í neyslu. einhverntíman um nóttina hitti ég gamla felaga og ég slóst í för með þeim með fulla vasa af peningum. og það var trallað alla nóttina, svo leið á morguninn og það var haldið í ríkið og þar áttaði ég mig á því að ég hafði verið rænd. ég gat nú samt keypt mer afrettara.. en það gekk ekki lengi ég reyndi að komast aftur inná eskihlíðina en það gekk allsekki þar sem ég var undir áhrifum. Svo að ég ákvað að reyna að komast aftur vestur sem að tókst seinna um daginn, Það gekk ekki lengi svo að ég fór aftur suður með allt mitt hafurtask fekk herbergi á leigu og helt afram ruglinu en átti reyndar að fara inná Vog. en það varð aldrei neitt úr því. Bara bottnlaus neysla og rugl.
ég var inn og útúr Byrginu fram og til baka. úr og í neyslu. ég var orðin virkilega tæp á geði og var alveg að missa'ða en þessum dansi auk 17 júní 2002 ég hef verið edrú frá þeim degi. og allt hefur farið uppávið . ég óskaði eftir því að börnin mín yrðu sett í tímabundið fóstur svo ég gæti náð að koma mer uppá lappirnar. og ég ákvað að gefa mer ár þarna í Byrginu og gerði það. sleit sambandi við barnsföður minn og drengina mína í dáltin tíma.
Nú eru liðinn 5ár Í dag er ég gift og á einn lítinn dreng næstelsti drengurinn er búnn að vera hjá mer í 3 ár bráðum .. en litlu gararnir mínir þeir Petur og Björn búa á Selfossi. og hafa gert það frá því þeir voru 3 og 4 ára. það stóð til að ég tæki þá til mín líka. en ég fór svo að hugsa um hvað þeim væri fyrir bestu og hvað best væri fyrir þá að gera. Petur er ofvirkur og Björ einhverfur. hvort ég hreinlega stæði undir því að vara með þá alla þrjá Daniel er ofvirkur. allir með sitthvorar serþarfirnar. að meðtöldu talkennslu og fleira og fleira. ég tók hina erfiðistu og bestu ákvörðun að leifa þeim að vera þarna hjá þessari fjölskyldu sem tók þeim sem sínum eiginn sonum og sá hvað þeir döfnuðu og þroskuðust. líf kviknaði í augunum á þeim og þeir voru ánægðir og öruggir. ég vildi allsekki eiðileggja þessa uppbyggingu á þeim og taka þá til mín var ekki hægt að taka áhættu með. Hjónin voru tilbúin að taka þá að ser til frambúðar og ég var rosa ánægð með það enda fólk sem elskar þá og annast mjög vel samt eiga þau 3 dætur fyrir.
'I dag er ég mjög hamingjusöm ég fæ drengina stundum í heimsókn en kanski of sjáldan og það fer nú mikið eftir því hvernig á mer liggur. ég er líka hrædd við að fara of geist af stað með þá til að skemma öruglega ekki neitt fyrir þeim. Mín ósk er sú að þeir verði að góðum og ábyrgum mönnum og þeir fái það albesta sem til er sem ég gat ekki gefið þeim en fosturforeldrarnir geta það bæði ást og kærleika og allt það sem þeir þurfa. stöðuleika svo að þetta er svona og því verður ekki breitt.
og ég er ánægð og drengirnir eru ánægðir og þá er þetta eins gott og hægt er að hafa það.
hafið það gott
kveðja Linda
Flokkur: Bloggar | 23.1.2008 | 10:36 (breytt kl. 10:38) | Facebook
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar