Góðann daginn

Það er vor í lofti sól og fallegt veður. Mar gekk útí einn fallegasta söng sem til er í morgun...fuglasöng.

ég hef það bara gott í dag. loksins er stúfurinn orðinn frískur og líkur sjálum ser, uppum allt og oní öllu.  við Jón vorum komin á fætur eldsnemma eða um 05.30. Og hann ætlaði sko að fara á leiksólann og hitta allskonar fólk sagð'ann mer. svo þegar við vorum kominn á staðinn þá var allt annað hljóð í mínum og hann vildi ekki fara en let sig samt nú hafa'ða.

svo að ég er ein heima með drasl upp fyrir haus því að ég hef nánast ekkert gert  herna undanfarna daga. nema þá að hugsa um Jón og sjálfa mig aðeins því það gerir nú enginn annar.

svo mar þarf að láta hendur standa framm úr ermum og byrja að taka soltið til þvo og allt það skemmtilega hum Whistling

Hann fekk bók frá umferðarskólanum með póstinum um daginn sem við erum svo búin að lesa ábyggilega 100x og þar er hann búinn að læra fullt af nýjum orðum og settningum. sem að hann æfir sig á allann daginn. t.d í húsunum býr allskonar fólk, ég vil ganga á gangstett,  gatan er fyrir bílana og fleira.  

Já já svona er nú lífið herna hjá mer. 

en ég er samt ferlega hamingjusöm með líf mitt núna þó svo að það seu dalir og lægðir af og til. hvað væri lífið á átaka og þeirra daga sem eru kannski erfiðari en aðrir. bara flatt og fúlt. það er bara svo voðalega rólegt herna núna og ég nenni ekki neinu eins og er. finnst stundum bara gott að hanga og gera ekkert. en öðrum finnst það nú ekkert sniðugt er ég læt heimilið sitja á hakanum for so long time. en ég læt það bara ekki fara í taugarnar á mer. ég er ekki þjónstustúlka né ræstitæknir. ég er bara ósköp venjuleg manneskja. ég hugsa að ég er ekki sú eina húsmóðirin sem er svona löt inná milli. 

mig hlakkar mikið til vorsins og bíð eftir því. þá lifnar allt við. gróðurinn vaknar og sumarfuglarnir koma. sól og sumarýl ? já takk

hafið það gott kveðja Linda 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband