fíklar geta hætt....

ef þeir vilja það sjálfir.

en það tekur á og það er efitt því að oft á iðum klessa þeir á veggi í samfelaginu sem er ekki reiðubúið til aðmeta einstaklingin. ég þekki það af eigin raun að vera forfallin fíkill og hef farið í margar meðferðir. að lokum tókst mer að hætta. ég var komin í mína firstu meðferð 18.ára í dag er ég 35 og hef verið án vímu í 6ár. 

fólk verður hreinlega að gefa einstaklingnm séns að sanna sig og hreinlega finna sig í þessu dómharða samfelagi.


mbl.is Vímuefnafíkn er fjölskyldusjúkdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dugleg stelpa og til hamingju með það! Er þér sammála.

Heiða Þórðar, 25.8.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ sæta mín ! Þetta er sko rétt hjá þér,það eru ófáar hindranir sem við rekumst á,jafnvel í mörg ár.Mér finnst oft að það þurfi aðeins að hliðra til,ég á nákominn ættingja sem hefur verið edrú í 2 ár,hann fékk sér vinnu leið og heilsan leyfði,sem var fyrir rúmu ári,nú hefur stöðugt verið að dynja yfir hann gamlar sektir,meðlög,skattar og svo framv.Hann er fastur í einhverjum pytt,mér finnst mesta furða hvað hann heldur sér,en hann nær engan vegin endum saman þrátt fyrir að vinna langan vinnudag,sérstaklega er lögreglan ferlega ósveigjanleg í sambandi við sektir,vilja alltaf svo háar upphæðir og segja að annars sé bara fangelsisvist.Það mætti stundum halda að viljinn væri til að hafa fólk frekar í neyslu.Þetta er oft á tíðum furðulegt þjóðfélag.Ég vona að þú hafir það sem best,og að bumbubarninu heilsist vel ásamt öðrum í fjölskyldunni þinni elskan

Katrín Ósk Adamsdóttir, 25.8.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Til hamingju, Linda.

Katrín, þetta er ljótt að heyra. Ég efast um að ég gæti haldist hreinn við svona aðstæður. Það er furðulegt að opinberir aðilar reyni ekki að halda fólki frá eiturlyfjum. Ef að ráðist er á mann strax og maður fer að vinna, getur það ekki farið nema á einn veg. Á meðan ríki og sveitarfélög geta verið að rukka hvort annað um fimm milljónir á dag í dráttarvexti, hafa þau efni á að setja upp prógramm sem léttir þurrum fíklum róðurinn. Nú er ég ekki endilega að segja að ríkið eigi að borga meðlagið, heldur kannski lána vaxtalaust fyrir gjaldföllnum greiðslum svo að fólk geti staðið í skilum og komið sínum málum á hreint. Svo ætti að vera hægt að skoða gamlar sektir, lækka þær, fella niður eða semja um þær. Það er ekki eins og þetta peningadæmi sé óleysanlegt af hálfu hins opinbera.

Villi Asgeirsson, 26.8.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband